3.12.02

FLUTNINGUR!!!
frá og með deginum í dag hætti ég að skrifa hér í assos.blogspot.com og nú bloggsíða hefur verður tekin í notkun og ber hún nafnið Reykskynari!! ástæðan á bakvið nafnið er að finna þar inni.... takk fyrir lesturinn hér og haldið bara áfram að lesa um reykskynjara!! bæbæ!!

28.11.02


já hæ. þá hef ég lokið við að klippa myndina okkar fyrir vistaratriðið og verður hún sýnd á morgun á 1. des. hátíðinni. Þetta tók gríðarlegan tíma og hef ég lært ýmislegt á þessum tíma!! Maður var alveg kominn með endalausa skitu af þessu svona undir lokin og í gær.... og við þurftum að prufukeyra þetta á Breiðumýri í dag kl. 17 og það var svona "klárað á síðustu stundu" því að við ákváðum að klippa lokaatriðið aftur og kláraðist það kl. 16.30! Jáá.. þetta er allavegana fínt og vonandi vinnum við bikarinn því að við lögðum klikkað mikla vinnu í þetta!! og í gær þegar ég var að fara að sofa þá var ég svo að verða vitlaus á þessum videoum og græjum og snúruflækju og þessu öllu að bara, já nei.... svo hefur mað nú oftar en tvisvar fengið svona nett stuð af þessum græjum, en það er nú bara eitthvað sem fylgir.... já. En jújú, þetta er ágætt. Kannski ætlum við Bergur að klippa saman myndir af því þegar Björn og Steini voru að "stönta" á vélsleðunum sínum um daginn og gera myndband við eitthvað svalt lag! En jú, maður verður nú að taka sér smá hvíld frá þessu og svo þarf maður nú líka að læra.....

Já jújú, það hefur skiljanlega ekki verið nokkur tími til að gera tilraunir til að setja þessar blessuðu myndir hér inn.... en jújú, hann mun eflaust gefast einhverntíman.... vonandi fyrir jól..... :/ ;)

Svo er það líka að frétta að ég er farinn að reyna fyrir mér í "server-side" heimasíðugerð, þ.e. ASP og PHP síður ;) það eru svona meira professional síður þar sem að maður getur gert þetta meira sjálfvirkt, flottara og öflugara. og svo þegar maður er farinn að "scripta" og nota asp eða php þá svona fer maður af byrjendaborðinu og yfir á það næsta, telst þá líka vera kominn talsvert lengra en sumir í heimasíðugerð, sem er mjög gott.... en jújú, þetta er svona tómstundagaman um helgar þegar ég er heima en þar sem helgarnar líða óeðlilega fljótt oftast, þá svona gefst lítill tími í þetta.... jújú. Þá fer þettta bara að verða komið hér í kveld og því segi ég bara bæbæ!!

26.11.02

Hrikaleg tækni!!
Já, núna er sko hrikaleg tækni í herberginu mínu á Dverg! Þar er nú verið að klippa bíómynd (stuttmynd)! Við höfum þárna sjónvarp, tvö video, tvær videocamerur, græjur, mixer, geislaspilara, hátalara, digital myndavél (kubb!) og fleira! Svo höfum við lika þárna talstöðvarkerfi svo að hægt er að nálgast geimverur ef maður þarf þess!! má ekki vera að því að hanga hér..... bæbæ!!

25.11.02

Staðreyndir tengdar saur:
Hér eru nokkrar staðreyndir sem tengdar eru saur sem mér amk finnst mjög athyglisvert!

-Fyrsta vatnsklósettið var fundið upp árið 1597 en það var ekki fyrr en 1857 sem að Joseph Gayette fann upp klósettpappírinn!
-Mannslíkaminn losar sig við 1.5 lítra af þvagi á sólarhring
-Mannkynið skilar frá sér einni miljón tonna af saur á sólarhring. Þetta magn myndi þekja svæði á stærð við knattspyrnuvöll með 19 metra þykku lagi!!
- Meltingarkerfi mannsins framleiða 2 lítra af innyflisgasi (prumpi) á sólarhring!
-Gasið er samsett sem hér segir: 59% nitur, 21% vetni, 9% koltvísýringur, 7% metan!!

Já, þetta er athyglisvert. Sérstaklega með klósettpappírinn, við félagar vorum að spá hvort menn hafi bara notað eldhúspappír eða handklæði áður en klósettpappírinn var fundinn upp.... en þá kom Bergur með að þeir hafi líklega notað rafmagnsviftu... jááá.... en já, verð að fara í tíma, ensku! meira um þetta á eftir.... bæ!

23.11.02


Jáá.... daginn. í dag var Laugamótið í fótbolta og reyndar í gær líka en í dag var karlablotinn, kvenna í gær.... já, við vorum þárna með lið félagarnir sem hét Afdælingar og voru það ég, Bergur, Depill, Jói (vinur Depils) og Dóri Beckham sem voru í því. já, ég stel úrslitatölum frá Depli... en við töpuðum fyrst Teletubbies 7-5, síðan fyrir Laugum 12-4 og síðast fyrir Völlunum 13-4!! Ég drapst næstum því, en það var nákvæmlega ekkert súrefni þárna inni og ég spilaði heilan leik einu sinni og þá bara var ég orðinn svo þyrstur að ég var farinn að bryðja mjöl uppí mér (svona eins og í Me, myself and Irene) og þegar leikurinn var búinn fór ég fram og fékk mér að drekka og átti erfitt með að anda, fór út og þar bara kúaðist ég og það var erfitt að anda.... en ég er á lífi ennþá en það er bara fáránlegt að fara af stað með mót vitandi það að loftræstikerfið væri bilað!! og svo var ekkert verið að lofta neitt út.... ekki gott þegar maður er búinn að hlaupa mikið og reynir að anda.... öll þurfum við O !!! já. En eins og Depill Descartes Deluxe sagði á blogsíðu sinni þá var "árangur okkar framar öllum vonum og erum við farnir að íhuga atvinnumennsku!" en jájá, þetta er svona. veit ekki enn hver vann mótið en mér finnst líklegt að Höttur frá Egilsstöðum, Vopnfyrðingiar eða Mývetningar vinni þetta. En jájá, þetta er svona skemmtilegt. Þá vill ég bara segja það að lagið All the things she said með T.A.T.U er alveg hreinasta snilld og auðvitað líka The Scientist með Coldplay!! allir að downloada þessum lögum núna!! jæja já, þetta fer nú að verða gott hérna, takk fyrir bæbæ!!

22.11.02

Talstöðvavæðing!
Mikil talstöðvavæðing hefur skotið upp kollinum á Laugum undanfarna daga. Þessi gamla tækni með talstöðvarnar er komin í tísku og er það okkur félögum að þakka!! Það eru ég, Bergur, Björn, Steini sem teljast til frumkvöðla í þessu verkefni sem er iðnvæðing eins og Depill sjálfur orðaði það! Það er bara hrein snilld að tala í þessar talstöðvar! Við höfum nú komið upp þremur talstöðvum, ein sendistöðin er hjá Birni, ein hjá Bergi, ein hjá okkur Steina í Dverg og er sú fjórða í bígerð. Ég ætla að fara svo með talstöð heim um helgina og athuga hvort ég nái gervihnattasambandi við Berginn og Björninn! Í gær byrjuðum við að tala svona um 6 leytið og hættum ekki fyrr en um 10!! Það eru sumC 4 klukkutímar!! Það er nú bara fínt. Bergur var orðinn vel sleipur í flugstjóranum og kom fyrst með hann á íslensku en svo stuttu seinna í enskri útgáfu strax á eftir svo að manni leið bara eins og maður væri í háloftunum! Bergur er verðandi flutstjóri! En jájá, þetta er svona skemmtilegt og við teljum að við séum komnir með bestu sítengingu í heimi því að hún er ókeypis!! Sem er mjög gott.... ;) jæja, ég ætla að láta mig hverfa en í dag verður tekin upp kvikmynd um Lochness skrímslið sem kemur í Reykjadalsánna um kaffi í dag..... mjög spennandi heimildarmynd sem veðrur unnin og framleidd af Duct-Shui masterunum!! Þá er þetta orðið gott... bæbæ!!

20.11.02

Nýtt nafn? - Ný gömul menning og LAN!
Já, ég ætlaði að reyna að fitla eitthvað við þetta template (útlit) hér hjá mér.... en það er víst eitthvað rugl í þessu blogger dæmi og hún vill ekkert sýna mér neitt template.... jæja, hvað um það. Allavegana, þá er svosem lítið að frétta. Við áðan á fyrirlestri um reykingar og skaðsemi þeirra. Við erum hvorugir reykingarmenn og það yrði eitt að því síðasta sem við færum að gera, að reykja! Bara tjaftæði og það er ekki einu sinni tjúl! "Be cool - stay in scool!" og "þeir sem dópa skrópa" eru setningar sem við styðjum sko ;) já. ég er svona að velta fyrir mér að fá mér nýja slóð á síðuna og nafn líka fyrst Bergur er ekki lengur að skrifa hér, þá er þetta ekki mikið Assos lengur, svo að ég kannski fæ mér ingo-schultz.blogpot.com eða eitthvað.... veit ekkert hvað ég á að hafa.blogpspot.com.... ef þú sem ert að lesa þetta hefur einhverja hugmynd, sendu mér þá póst! En mér kannski dettur eitthvað í hug, það er bara þegar maður er einn sínz liðz fyrir framan þetta viðtæki (tölvuna...skjáinn) og með lyklaborðið og músina eitt sem vopn... þá dettur manni svo ósköp lítið í hug! Svo þegar maður er að labba einhversstaðar eða eitthvað, þá skoppar þetta uppúr manni eins og egg úr hænu!! Já... jæja, ég ætla að skreppa á Dverginn, athuga hvort Steinninn sé kominn (Steini), en hann er að koma með gamaldax talstöðvar sem við ætlum að koma í tísku og við ætlum að nýta okkur útvarpsbylgjurnar í loftinu og prufa að talstöðvazt milli DverX og BergX!! Sniðugt?? Ja, álíka viðtæki er einnig til í heimkynnum BergX og svo verðum við með 1 eða 2 talstöðvar í Dverginum... Annarz er nú aðal menningin þar núna LAN-ið en þar sem Jón Þór kom með sína tölvu inná vist, þá var ákveðið að tengja hanz og Steina tölvu saman og nú er ekki gert annað (lítið annað amk) en að LANa!! sen:er mjöög gott!! og skemmtilegt! já, þetta verða lokaorðin í kveld ég ég læt mig hverfa héðan!! bæbæ!!