15.11.02

Meira um Duct-tape
Já, þar sem áður var talað um Duct-tape. Ég bendi á Þessa heima síðu! Myndir - mjög gott.... þarf að þjóta!! bæbæ
Duct-tape menningin
Já, við vorum á pizzuhlaðborði í Laugaseli.... seinnihlutinn af pizzunum var frekar blautur.... en allavegana... þá hefur vaknaði ný menning hér á Laugum, það er Duct-tape menningin!! Depill Descartes Deluxe er frumkvöðull að menningunni og til leiðbeiningar er heimasíðan, www.ducttapeguys.com. Þarn má nálgast allar upplýsingar um Duct-tape. Þetta er svona grátt, mjöög svo sterkt tape (teip, límband....) og er hægt að nota við ýmis tækifæri. Depill á bók um Duct-tape þar sem sagt er frá vel yfir 400 atriðum þar sem má nota duct-tape á nytsamlegan hátt. Við þrír félagar, ég, Skúli (Bergur) og Depill erum að gerast Duct SHUI Master sem er æðsta stig duct-tape menningarinnar. Duct-tape PRO. Á verðandi útvarpsstöð okkar ætlum við að hafa daxrárlið sem heitir Duct tape og munum við þar gera tilraunir með Duct tape. Að lokum vill ég minna á að Depill Descartes Deluxe (Triple D) er einlægur aðdáandi Lödu Sport, og í viðtali sem Skúli Bergur Sverrisson tók við hann áðan fyrir Assos bræður, var hann spurður hvernig draumabrúðkaupsbíllinn væri og mælti hann fljótur í bragði "að sjálfsögðu Lada Sport!"

Á eftir förum við svo og komum okkur vel fyrir í Þróttó (bíóhúsið) því þar verður horft á hvíta tjaldið í marga klukkutíma, langt fram á nótt! Fyrst verður horft á 51st state með Samuel L. Jackson og Robert Carlyle í aðalhlutverki. Þar á eftir verður sýnd Lord of the Rings - Editor's cut sem áður hefur verið sagt frá. Mjöög gott, og þá kveð ég og já, bæbæ!!
Liðin og væntanleg menning
Já! Þessi myndi í gær, BendIt like Beckham, sem ég fór á með Depli og fleiri voru þárna líka, var bara svona ágæt! eiginlega bara góð. Fullt af fallegum sprútlum (sprútlur eru aldrei ljótar...) sem voru sko þokkalega góðar í fótbolta!! jájá, svo bara var þetta bara alveg ágætt fannst mér. Stelpur og fótbolti (nú eða bara íþróttir) fara vel saman! jamm....

Já... svo þárna er pizzahlaðborð í kveld og við nottla á það og Björninn ætlar ekki að éta neitt þangað til.... jæja. Hann var svo að útskýra fyrir Bergi hvar við ættum að sitja, og til að hann misskildi örugglega ekki, þá teiknaði hann bara lorftmynd af öllu Laugaseli, veitingarstaðnum, búðinni, eldhúsinu og öllu!! og ekki má gleyma klósettunum!! Jááá... jæja já svo í kveld er svo Lord of the Rings - editor's cut í Laugabíói, (DVD spilari og skjávarpi :)) og þetta er opið öllum skilst mér, en er 30 mín lengur en venjulega myndin. Við, sem auðmýktir aðdáendur Lord of the Rings, ætlum að sjálfsögðu að fara og taka eftir nýjum atriðum. En jájá, maður tekur þá með sér nóg af teppum og koddum og svona, kemur sér vel fyrir! það er nú nauðsynlegt, það hefur heyrst að það sé í undirbúningi sætaskipi þárna í þessu annarZ ágæta bíói, enda kominn tími til!! en jájá, ég ætla að fara að gera eitthvað hérna... bæbæ

14.11.02

Sameining Assos og Rottulands
Eins og fólk hefur tekið eftir þá hefur Bergur komið sér upp eigin blogspot síðu, sem er, mjög gott. En til þuss að Assos bræður klofni nú ekki algjörlega tvennt, milli eyrna og auga, þá ætlum við að samrýma þetta, aðlaga Rottuheima að Assos umhverfinu.... Þannig að, Bergur mun skrifa sínar hugsanir í Rottuheima og ég í eitthvað ónefnt fyrirbæri sem nú eru punktar. Blogspot væðingin er nú í gangi og eru nær allir að koma sér upp blogspot síðu þessa dagana!! Þannig að hér eftir velja menn á forsíðu Assos hvort þeir vilja lesa ritanir mínar eða Bergs! Nú, við þessa breytingu munu punktarnir eyðast, ég er að leita mér að nafni fyrir mína blogspot síðu.... En annarz þá munum við hafa áfram á Assos síðunni það sem þar er og þegar myndir berast inn og þeim verður hlaðið, þá verða þær settar hér inn... jæja, það er best að fara að fá sér að éta.... sæl að sinni, bæbæ!
Ég?? Kennari!?
Nei nei, við vorum hér í stærðfræðiprófi áðan í svona... tví og þríliða jöfnur og eitthvað vonlaust dæmi. Ekki get ég sagt að ég sjái fram á að ég fái hærra en 5 í þessu prófi en þegar það var búið kom stærðfræðikennarinn Frikki til mín og spurði hvort ég væri nokkuð til í að taka svona 2-3 úr bekknum og kenna þeim þetta!! Ekki sagðist ég nú ætla að fara að kenna eitthvað sem ég kann ekki og afneytaði tilboðinu! Þetta er nú aldeilis fyndið finnst mér! Bergur sagði nú að þetta væri nú bara býsna góður brandari hjá honum, sem og hann er!! Jájá, þetta er svona skemmtilegt. Já, á eftir fer maður annaðhvurt í stuðning, sykursýkisfyrirlestur eða júdó kennslu niðrí húsi!! Margt í boði ;) en já, í kvöld er myndin Bend it like Beckham í bíó hér.... stendur að þetta sé besta breska myndin síðan Bridge's Jones diary!! Ekki leyst Bergi vel á myndina þegar hann las það, því að ekki var sú mynd í uppáhaldi hjá okkur pÉzunum! En okkur sýnist þetta verða hálfgerð sprútlumynd og kannski maður líti á það.... ;) en já, á morgun förum við á pizzahlaðborð í Laugaseli og eftir það er vídeókvöld í Þróttó (bíóinu) þar sem sýnd verður Lord of the rings - editor's cut! Þetta er einhver mynd sem er 30 mínútum lengri en upphaflega myndin (Fellowship of the Ring), eins og leikstjórinn vildi hafa í upphafi, en var of löng fyrir bíó! Kannski maður skelli sér á það......

Þá fer þetta nú að styttast núna en Björn vildi að ég kæmi því á framfæri að dönskukennarinn Birgitte (sem er frá Danmörku) sé alltaf að día honum og leggja í einbelti og segja að hann sé hommi..... En jájá, það er þá best að fara að gera eitthvað hérna... en það hefur verið kvartað undan myndaleysinu hér á síðunni, en tími hefur ekki gefist til þess að setja þetta inn, en það er mjög tímafrekt dæmi og gæti tekið nokkra klökkutíma... :/ jájá....sæl að sinni - bæbæ! (kannski kem ég með fróðleiksmola hér á eftir.... þessi síða er að verða að fræðslusetri!!

Og áður en ég kveð endanlega vill ég minna á nýja heimasíðu hér í sveitinni, það er thingeyjarsveit.is sem er mjög flott, nútímaleg heimasíða sem maður skal vera stoltur af!! Mjög gott, skoða það!! :) Hamingju með það - Þingeyjarsveitungar!! ;)

13.11.02

Refsingar
Fyrst fjallað hefur verið talsvert um fróðleik hér undanfarna daga þá ætla ég að halda því áfram. Refsingar nú til dags finnast sumum vera harðar. Menn eru reknir úr skóla fyrir að mæta illa eða gera eitthvað af sér, brjóta reglur. Menn sem flytja inn fíkniefni fá dóm og sitja inni í fangelsi, þeir sem nást, og eftir nokkur ár fá þeir svo að lifa lífinu áfram. Ef maður hverfur aftur til 16. og 17. aldar þá sjá menn hvernig refsingar voru á þeim árum. Fjöldamorðinginn Axlar-Björn, sem myrti að sögn níu manns, var til dæmis "fyrst limamarinn með sleggju, sundir strykkjaður og síðan afhöfðaður og festur upp á stengur." Afbrot eins og hnupl og guðlast voru litin alvarlegum augum. Hvað er gert við fjöldamorðingja núna? Ekki eru þeir drepnir er það? Fangelsisvist til lífstíðar hugsanlega. Kynlíf utan hjónabands á tímum siðaskiptanna á 16. og 17. öld var talið gegn vilja Guðs og því var refasð harðlega fyrir lauslæti. Dæmdar konur voru settar í poka með grjóti og þeim hrint ofan í kaldan Drekkingarhyl á Þingvöllum. Þannig létu amk 18 konur lífið. Ekki er refsað fyrir lauslæti nú til dags. Enda hefur samfélag okkar breyst talsvert töluvert. Hugleiðiði hvernig það væri ef þessar reglur væru enn í gildi.... Ekki aðeins refsingarnar hafa breyst heldur samfélagið í heild og því væri auðvitað ekki nokkurt vit í að hafa refsingar svona harðar. En myndu menn ekki hafa sér betur ef þeir vissu hvað biði sín?? Fíkniefnainnflytjendur myndu væntanlega hugsa hvað þær væru að gera ef þeir vissu að þær myndu fá álíka meðferð og Axlar-Björn! Þetta verður ekki lengra hjá mér að sinni, en ég vill bara benda fólki á að allt það sem hér hefur verið skrifað er satt og rétt og byggist á heimildum úr sögubókinni "Íslands og mannkynssaga" sem ég er að læra núna. Takk fyrir, bæbæ!
3-3 - úr leik :/
Gott kvöld. Já, ég sá það áðan að síða dagsins í dag er liverpool.is. Ekki get ég sagt að það eigi við en þetta er sjálfvirkt, við veljum ekki síðu fyrir hvern dag.... en allavegana, þá duttu Liverpool úr meistaradeildinni í gær eftir að hafa gert 3-3 jafntefli við Basel á heimavelli sínum, Saint Jakob stadium, í Sviss. Ég viðurkenni það fúslega að Liverpool gátu ekki rassgat í fyrri hálfleik því að eftir aðeins 90 sekúndur voru heimamenn búnir að skora og við komnir margi undir! 20 mínútum síðar skoruðu heimamenn annað mark sem var áfall ofaná áfallið. Þegar maður er 2-0 undir er maður ekki bjartsýnn. Lið Basel spilaði ótrúlega vel að mínu mati og áttu þetta vel skilið. Fyrir hálfleik skorðuðu þeir svo enn annað markið og var staðan 3-0 í hálfleik!! Það var greinilegt að Houlier sagði eitthvað ótrúlegt við leikmenn sína í hálfleik því að það var allt annað lið sem mætti til leikt í síðari hálfleik!! Í viðtali við Houllier á liverpool.is er hann spurður hvað hann sagði við leikmenn í hálfleik. Svarið var: "Ég sagði þeim að gefast aldrei upp því það væri aldrei að vita hvað gæti gerst. Ég hef nokkrum sinnum séð frábæra endurkomu hjá liði og við fengum færi til að koma með eina slíka. Ég sagði við leikmennina að um leið og kæmi mark myndi leikurinn breytast. Ég sagði þeim að sýna stolt. Við erum í ákveðinni framför og það vantaði þessa vanalegu ró sem er yfir liðinu, kannski vegna þess hversu mikið var í húfi." Þetta sagði Houllier og þetta hafði svo sannarlega áhrif á hans menn. Nokkrar skiptingar voru gerðar, Senegalarnir komu inná sem og hinn ungi og efnilegi Milan Baros. Á 60 mínútu skoraði Danny Murphy þetta líka ágæta mark. Það var sko öskrað en það var langt í bjart ljós.... þrjú mörk í viðbót....? Aðeins þremur mínútum síðar setti Vladimir Smicer mark, sumsé á 63 mínútu. Maður sé smá von en þó sló hjartað eins og ég veit ekki hvað! Liverpool liðið spiluðu vel í seinnihálfleik en þó ógnuðu Basel menn. Einu sinni skallaði Dudek boltann og einu sinni lagði hann boltann ofaná skot sem var á leiðinni inn, ótrúlegt!! Á 85 mínútu fengum við svo víti sem Michael nokkur Owen tók en það hefur jú verið varið frá honum nokkrum sinnum í víti. Það sama gerðist núna en hann náði að fylgja eftir og jafna leikinn!! Þetta var ótrúlegt en maður hugsaði "er ekki of mikið að skora eitt í viðbót?" Lítill tími var eftir og þeir hvítklæddu pressuðu að marki heimamanna eins og þeir mögulega gátu. 4 mínútum var bætt við og undir lokin var nánast bara einstefna að marki Basel. Dómarinn flautaði leikinn áður en við náðum að setja hann og þar með var ljóst að við myndum ekki keppa meira í meistaradeildinni í vetur, heldur í Evrópukeppni félagsliði.

Um þennan leik vil ég taka undir orð Gerards Houlliers: "Ég er vonsvikinn yfir því að hafa ekki komist áfram en ég er mjög stoltur af leik minna manna í seinni hálfleik og hvernig þeir brugðust við eftir fyrri hálfleikinn" Þetta var skárra en að tapa og endurkoma af þessu tagi varðskuldar mikið hrós! Hefðu þeir ekki komið til baka og náð að jafna myndi maður bara leggjast niður og grenja en eftir álíka leik í seinnihálfleik getur maður ekki skammað þá fyrir lélegan leik í heildina séð. En fyrrihálfleikurinn var hrein hörmung og því er ekki hægt að gleyma. Ég óska Basel til hamingju með sigurinn og vona að þeim gangi vel í framhaldinu. Þetta fær Liverpool liðið til að berjast harðar heima á Englandi held ég og nú vonar maður bara að þeir haldi sínu striki og tapi ekki fleiri leikjum þótt þeir hafi tapað sínum fyrsta leik um síðustu helgi á móti Middlesbrough.

Ekki ætla ég að hafa þessi orð hér lengur um þennan leik og læt þetta því að endingu verða.

12.11.02

Leiðrétting...
Já, fyrir þá sem höfðu fyrir því að lesa þennan svaka pistul um gustavsberg, þá vildi ég bara koma hér inn leiðréttingu því ég laug svolítið um tímataliðo. Ég taldi klósettin höfðu verið fundin upp fyrir 5 -10 árum sem augljóslega flokkast undir lygar. Rétt tímatal er þegar Gustav Gabrielsson Oxenstierna og kona hans Maria bjuggu til steinhús. Gustav innréttaði í það mjög sniðuga uppfinningu sem þá hafði ekki sést áður og var það einhversskonar klósett. Gustav dó svo áður en húsið varð klárað og skýrði Maria dótið Gustavsberg. Þaðan er nafnið upprunnið og vildi ég bara að menn höfðu þetta á hreinu! Einnig þarf að vera á hreinu að við Assos bræður erum mun meira fylgjandi Gustavsbeg og Ölf er bara klósett sem Svenni heldur uppá! En það eru Ölf klósett á Fjalli og tjáði hann okkur það í viðtali við moggann að það væri talsvert betra að athafnast í Ölf en Gustavsberg!! Ekki vill hann svo leifa okkur að fá að prufa að athafnast inní herberginu hans í Ölf viðtækið - svo að við munum ennþá hallast að Gustavsberg!! Þetta var bara smá fróðleikur sem innihélt engar lygar og verður það nú að flokkast til tímamótaafreka að hér hafi verið ritaðu pistill án lyga eða rugls!! ...uu.. kannski er ruglið til staðar hér - ég hef ekki tilfinningu fyrir því.... ;) bæbæ!!!
Netföng, koppar og Gustavsberg!
já. það er það. síðast talaði ég um harlem globetrotters. hvað haldiði að ég hafi ekki gert þárna á heimasíðunni þeirra? ekki?? jújú... ég fór og fann hotmail já Paul "showtime" Gaffner og setti í messager listann minn!! ;) hann er sko svona aðal gaukurinn þárna hjá þeim. en þá að öðru.... ég sumC er kominn í lag með póstinn minn hér í skólanum, ekki að ég hafi verið að bíða eftir því en amk þá er núna líka mögulegt að senda mér póst á 02ingolf@laugar.ismennt.is og Bergi póst á 02thorb@laugar.ismennt.is. Þetta eru sumC netföng sem allir í skólanum fá svona jájá. Ég var að koma þessu í lag núna og fékk núna póst sem bergur sendi mér 13. september... bara 2 mánuði á leiðinni sko ;) nei nei, þjónustan er nú ekki alveg svo slæmt!! en allavegana þá er bara allt þetta fína að frétta, reyndar andskoti mikið að læra (afsakið orðbraggðið... ekki að það sé alvarlegt...) en það er bara þannig þessa dagana, bölvanlegt alveg hreint! Hér mér við hlið á sitthvori hönd (þ.e. hægri og svo líka hin hægri) eru stúlkur tvær að skrifa póst svona gersamlega í djö...móð eða þannig. Það er nú gott hjá þeim, á ég að nafngreina þær eða??? nei nei, ég ætla ekkert að gera það, þetta eru bara Olla og Þórey sko. Svo að þið komist þá bara aldrei að því kujar þetta eru og þið þá eigið enga möguleika á því að vinna ykkur inn þáttttttttöku rétt til þuss að keppa í spurningakeppninni "KUR ER heimskaztur??" enda hefur þeirri keppni nú ekki ennþá verið komið á KOPP eins og menn sögðu hér á koppatímabilinu þegar þessi apparöt voru höbbð undir rúmmum fólks en þökkum fyrir að svo sé ekki lengur!! Þess eigum við að þakka manni að nafni Villeroy Gustavsberg sem fann þessi undratæki upp fyrir nokkrum árum, svona 5-10, en hann hefur komið upp heimasíðu og er slóðin inná hana www.gustavsberg.com og er þar að finna ýmsan fróðleik um fyrirtækið auk þess sem hægt er að sjá nýjustu tækniframfarir og það sem er væntanlegt í klósetttækni, s.s. sjálfvirkur skeinibúnaður og tölvustýrður niðursturtari!! Einnig má fræðast um hvernig best er að ferðast með Gustavsberg viðtækin og þá er líka væntanlegt á markaði ferðaklósett frá Gustavsberg sem er sko með innbyggðri rotþró sem ætti að duga í nokkrar vikur - sé um langferðalag að ræða!!!

Þetta þekkja allir!!

Jæja, hér að framan hefur sýran svona flætt úr mér og ég hef ekki ráðið við neitt!! Þá er best að fara að hætta þessu og því mál til komið að kveðja áður en einhver fer að trúa mér!! Munið bara að þetta er allt saman bölvuð lygi... eða svona mestallt! þið ráðið hverju þið trúið!!! veriði sæl og takk fyrir lesturinn - bæbæ!!

10.11.02

Harlem Globetrotters
já gott kvöld gott fólk, þetta verður nú í styttri kanntinum núna en þó verð ég að segja það að ég fór á sýningu Harlem Globetrotters í íþróttahöllinni á Akureyri og þetta var auðvitað þessi líka tæra snilld. Það reyndar skemmdi fyrir mér að ég var búinn að horfa á þátt með þeim sem var sýndur á Sýn um daginn svo að þar voru sýnd mörg atriðin og brellurnar hjá þeim, svo aðþað kom manni ekki eins mikið á óvart. En það voru samt líka nýjar brellur og eitthvað svona nýtt sem og maður hló býsna mikið á þessum tveimur tímum! Globie er hálfgerður trúður sem skemmti á undan Globetrotterunum. Meira um hann og þetta allt saman seinna, verð að þjóta!! bæbæ